Strauss-Kahn í sjónvarpið?

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn Reuters

Ekki er óhugsandi að Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fái tilboð um að gerast fréttaskýrandi í sjónvarpi. Þessi hugmynd var sett fram í viðskiptaþættinum Squawk Box á CNBC-viðskiptastöðinni í morgun.

Sagði þar að Strauss-Kahn gæti átt möguleika á eigin sjónvarpsþætti á CNN-sjónvarpsstöðinni. Kom svo fram í framhaldinu að sama máli gæti gegnt um CNBC. Benti fréttaskýrandi CNBC á að Strauss-Kahn væri maður þekktur og með sérfræðiþekkingu á sviði viðskipta.

Deilt er um hvaða möguleika Strauss-Kahn ætti í frönskum stjórnmálum, kysi hann á annað borð að bjóða fram krafta sína á þeim vettvangi.

Má hins vegar ljóst vera að margir munu sækjast eftir kröftum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert