Kynfræðslukennari reyndist klámmyndaleikari

Frá London höfuðborg Bretlands. Úr myndasafni.
Frá London höfuðborg Bretlands. Úr myndasafni. Reuters

Rúmlega þrítugur breskur framhaldsskólakennari, sem starfaði samhliða því starfi sem klámmyndaleikari og strippari, hefur varið tvöfalt líferni sitt með því að margir af starfsfélögum hans eyði frítíma sínum í áfengisdrykkju og reykingar.

Kennarinn, Benedict Garrett, kenndi kynfræðslu við Beal-framhaldsskólann í borginni Ilford en kann nú að missa réttindi sín sem kennari. Hann hélt úti heimasíðu um störf sín samhliða kennslunni með vafasömum myndum af sér en þar gekk hann undir nafninu Johnny Anglais.

Hann hefur nú verið boðaður á fund aganefndar á vegum stéttarfélags kennara og kann sem fyrr segir að missa kennsluréttindi sín vegna málsins. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá þessu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert