Rússnesk sendinefnd mun mæta á fund „Vina Líbíu“ sem haldinn verður í París á morgun, en óvíst var um þátttöku Rússa þar til í dag.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, boðuðu til fundarins og þar verða helstu þjóðarleiðtogar heims, auk fulltrúa Sameinuðu þjóðanna.
Markmið fundarins er að tryggja fjárhagslegan og diplómatískan stuðning við stjórn uppreisnarmanna í Líbíu.