Svaf meðan skipið strandaði

Norska ferjan MF Sogn.
Norska ferjan MF Sogn. Wikimedia

Sofandi siglingafræðingur er ástæða þess að ferjan MF Sogn sigldi í strand í höfninni í Brimnes í Noregi síðastliðinn föstudag. Maðurinn svaf við störf sín og vaknaði rétt áður en skipið sigldi á bryggjuna.

Á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten segir að um borð hafi verið 19 farþegar, auk sex manna áhafnar. Enginn slasaðist, en skipið laskaðist nokkuð og er ekki í notkun.

Stig Kristoffersen, forstjóri skipafélagsins Fjord 1, sem rekur ferjuna, segir að þetta hafi komið í ljós eftir að málið var rannsakað. Hann tekur fram að siglingafræðingurinn syfjaði njóti enn fulls trausts skipafélagsins.

Frétt Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert