Þyrla norsku lögreglunnar var átta mínútur á leiðinni frá Ósló til Úteyjar hinn 22. júlí. Pláss var fyrir tvo sérsveitarmenn í þyrlunni, sem ekki var nýtt.
Næstum tveimur klukkustundum eftir að blóðbaðið í Útey hófst og fjórum stundum eftir að sprengjan sprakk í miðborg Óslóar ákvað stjórn lögreglunnar í Ósló að kalla þyrluna út.
Yfirmenn lögreglunnar hafa alla tíð, frá 22. júlí, sagt að lögregla hafi nýtt þær aðferðir sem taldar voru nauðsynlegar og að þyrlan hafi litlu breytt þar um. Þyrla lögreglunnar er lítil og ber fáa menn, en fyrst taldi lögreglan að tveir til fimm væru þarna að verki og því hefði þurft að senda mikinn mannskap.
Lögregla hefur þegar skýrt frá því að þeir sem stjórnuðu aðgerðum fengu í upphafi rangar upplýsingar um stöðu mála í Útey. Þær upplýsingar, sem lögreglu bárust í byrjun, voru aðallega símtöl frá örvæntingarfullum ungmennum á harðahlaupum undan morðingjanum.
Enginn aukamannskapur var kallaður til starfa, fyrr en eftir að Anders Behring Breivik hafði verið handsamaður.