Enn finnast fætur í Kanada

Þessi fallegi fótur er, eftir því sem næst verður komist, …
Þessi fallegi fótur er, eftir því sem næst verður komist, enn áfastur eiganda sínum. Heiðar Kristjánsson

Ungur drengur fann í vikunni afskorinn fót og leggbein, nálægt höfn í False Creek í Bresku Kólumbíu í Kanada, en þetta er ellefti fóturinn sem finnst í vatni á svæðinu á síðastliðnum fjórum árum. Ekki er langt síðan annar fótur fannst, enn klæddur í hlaupaskó.

Rannsókn á fætinum þykir ekki gefa ástæður til að ætla að aflimun fótarins hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

Tekist hefur að bera kennsl á einhverja þeirra ellefu fóta sem fundist hafa með dna rannsóknum en í flestum tilvikum er það lögreglunni enn algjör ráðgáta hvernig fæturnir lenda þar sem hafa fundist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert