Fátækum fjölgar í Danmörku

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. RAX / Ragnar Axelsson

Þrátt fyr­ir að ójöfnuður í Dan­mörku hafi auk­ist und­an­far­in ár er lítið rætt um hvernig megi bæta úr því í yf­ir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu. Meira en 230 þúsund Dan­ir eru skil­greind­ir sem fá­tæk­ir og meira en 56 þúsund hafa verið fá­tæk­ir í þrjú ár eða leng­ur. Það er mik­il aukn­ing frá ár­inu 2002, þegar sam­bæri­leg­ur fjöldi var 35 þúsund manns.

Frá þessu seg­ir á vefsíðu Krist­lega dag­blaðsins, Kristeligt dag­blad.

„Þau hafa ekki ráð á holl­um mat, frí­um, tölv­um eða afþrey­ingu,“ seg­ir í frétt­inni. „Þrátt fyr­ir að bæði fá­tækt og ójöfnuður hafi auk­ist und­an­far­inn ára­tug eru þeir verst settu næst­um því ósýni­leg­ir í kosn­inga­bar­átt­unni. Hjálp­ar­stofn­an­ir segja stjórn­mála­menn bera stór­an hluta ábyrgðar­inn­ar og segja þá loka aug­un­um fyr­ir vand­an­um.

„Það er á mörk­un­um að vera bros­legt hvað stjórn­mála­menn­irn­ir tala mikið um efna­hags­mál og minn­ast svo ekki á fá­tækt­ina. Fá­tækt hef­ur auk­ist und­an­far­in tíu ár og þeir fá­tæku lifa í ein­hvers kon­ar hliðarsam­fé­lagi við aðra. Þeir skrifa ekki les­enda­bréf eða taka þátt í rök­ræðum og þess vegna hætt­ir okk­ur til að líta fram hjá þeim,“ seg­ir Birgitte Gra­akjær Hjort, sókn­ar­prest­ur og yf­ir­maður fé­lagsþjón­ustu KFUK í Dan­mörku.

Í sama streng tek­ur Per K. Lar­sen, sem er rit­ari lands­sam­taka gegn fá­tækt, EAPN. „Fá­tækt fyr­ir­finnst næst­um því ekki í kosn­inga­bar­átt­unni. Dan­mörk er eitt fárra landa í Evr­ópu þar sem fá­tækt hef­ur auk­ist og það ætti að vera hættu­merki,“ seg­ir Per.

„Dan­ir sýna svelt­andi íbú­um Aust­ur-Afr­íku mik­inn sam­hug, en það er greini­lega erfiðara að koma þannig fram við fólk sem er fyr­ir aug­un­um á manni.“

Frétt Kristi­lega dag­blaðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert