Gaddafi segist engin kelling

Múammar Gaddafi lætur ekki deigan síga og sver þess dýran eið í skilaboðum sem send voru út á Arrai Oruba-sjónvarpsstöðinni í dag að hann muni ekki gefast upp. Segist hann vera undirbúinn fyrir langa baráttu.

Hann hvatti liðsmenn sína til þess að halda baráttunni áfram. „Jafnvel þótt þið heyrið ekki rödd mína, haldið andspyrnunni áfram,“ sagði hann. „Við erum ekki kellingar og ætlum að halda áfram að berjast.“

„Ef þeir vilja langa baráttu, fá þeir hana. Ef Líbía brennur, hver getur þá stjórnað henni?“ sagði hann að auki.

Talsmenn þjóðstjórnar uppreisnarmanna telja að Gaddafi fari huldu höfði í bænum Bani Walid. Þeir hafa framlengt frest sem þeir gáfu liðsmönnum einræðisherrans til þess að gefast upp um viku frá laugardegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert