Fordæma ákvörðun WikiLeaks

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Fjölmiðlar, sem hafa átt samstarf við uppljóstrunarvefinn WikiLeaks um birtingu bandarískra leyniskjala, fordæmdu í dag þá ákvörðun vefjarins, að birta 251 þúsund bandaríska sendiráðspósta óbreytta.  

„Við hörmum þá ákvörðun WikiLeaks, að birta óritstýrða sendiráðspósta utanríkisráðuneytisins sem kann að stofna heimildarmönnum í hættu," segir í yfirlýsingu, sem blöðin Guardian, New York Times, Der Spiegel og El Pais sendu frá sér. „Það var Julian Assange (stofandi WikiLeaks) sem einn tók ákvörðun um birtinguna."

Blöðin segja, að samskipti þeirra við WikiLeaks hafi byggt á því, að aðeins yrðu birtar upplýsingar, sem áður hefði verið farið vandlega yfir og samþykkt að birta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert