Leyniþjónusta Gaddafis í lykilhlutverki

Fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Gaddafis segir að leiðtogi Líbíu hafi stjórnað landinu með járnaga og þar hafi leyniþjónustan verið í lykilhlutverki.

Abdel Karim Gaddur var háttsettur yfirmaður í leyniþjónustu Líbíu. Hann segir að hótanir Gaddafis um að útrýma stjórnarandstæðingum hafi ekki verið orðin tóm. Hann segir að leyniþjónusta Gaddafi hafi safnað saman upplýsingum um nöfn stjórnarandstæðinga, hvar þeir byggju, hvað þeir ættu af vopnum o.s.frv.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert