Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði telja að evru-svæðið muni lifa af skuldakreppuna sem þar ríkir. Þeir telja hins vegar að ef það flísast út úr bandalaginu þá sé það betra fyrir Þjóðverja heldur en Grikki að yfirgefa evru-svæðið.
Í frétt Reuters kemur fram að á sama tíma og markaðir standi á bjargbrún vegna skuldafjallsins sem myndast hafi í Evrópu og Bandaríkjunum á tímum efnahagskreppunnar, hafi sautján hagfræðingar komið saman í Þýskalandi til þess að ræða vandann. Meðal þeirra er Joseph Stiglitz, sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2001, Myron Scholes sem fékk verðlaunin árið 1997 og Robert Mundell, sem fékk verðlaunin árið 1997 vegna rannsókna á myntsvæðum.
Mundell segist ekki hafa trú á því að evran sé nálægt því að falla. Evrópa þurfi að standa saman líkt og ríki Bandaríkjanna.