Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, segir að endurskoðunar sé þörf á Evrópusambandssáttmálanum, þannig að völd sambandsins í efnahagsmálum aðildarríkjanna aukist.
„Slíkra breytinga er þörf vegna evrukrísunnar, jafnvel þó að við vitum hversu erfiðar slíkar samningaviðræður geta verið,“er haft eftir Schaeuble í þýska dagblaðinu Bild í dag.
Lissabon-sáttmálinn, sem er núgildandi grunnlöggjöf ESB, gekk í gildi árið 2009.