Erlendir fjárfestar til Líbíu

Abdel Fattah Younes talsmaður uppreisnarmanna. Verslun er nú að taka …
Abdel Fattah Younes talsmaður uppreisnarmanna. Verslun er nú að taka við sér í Líbíu á nýjan leik. Reuters

Erlendir fjárfestar eru nú boðnir velkomnir til Líbíu. Þjóðarráðið, sem smám saman hefur tekið við stjórn landsins, segir efnahag landsins vera að komast á skrið á ný.

Erlend fyrirtæki og fjárfestar flúðu landið eftir að átökin brutust út fyrr á árinu. Fjárfestar og fyrirtæki eru nú hvött til að snúa aftur.

Talsmenn Þjóðarráðsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir m.a. fullyrtu að staðið verði við viðskiptasamninga við erlenda fjárfesta sem gerðir voru í stjórnartíð Gaddafis.

Sé tekið mið af efnahag er ástandið skást í austurhluta Líbíu. Þar er fólk aftur farið að mæta til vinnu eftir átök síðustu mánaða og verslun sögð ganga vel eftir atvikum. Þá hefur verðlag haldist nokkuð stöðugt þrátt fyrir vöruskort.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert