Merkel missir föður sinn

Angela Merkel kanslari.
Angela Merkel kanslari. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, syrgir nú föður sinn sem lést í gær 85 ára að aldri. Andlát hans á sér stað á sama tíma og Merkel tekur þátt í mikilvægum kosningum í Mecklenburg Vorpommern, sem fram fara á morgun.

Horst Kasner, faðir Angelu Merkel, var prestur. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands árið 1954 nokkrum vikum eftir að Angela dóttir hans fæddist. Hún ólst því upp í Austur-Þýskalandi sem var undir stjórn kommúnista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert