Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands, CIA og MI-6, hafa átt í nánum samskiptum við leyniþjónustu Líbíu síðustu ár. Gögn sem fundust á skrifstofu fyrrverandi yfirmanns líbísku leyniþjónustunnar benda til þessa.
Hátt settir embættismenn í stjórn Gaddafis hafa flestir flúið. Opinberar stofnanir standa því víða opnar og óvarðar. Það voru blaðamenn og starfsmenn mannréttindasamtaka sem komust í umrædd gögn leyniþjónustu Líbíu.
Margt bendir nú til þess að Bandaríkjamenn hafi sent í það minnsta átta grunaða hryðjuverkamenn til yfirheyrslu í Líbíu þrátt fyrir að þar hafi löngum verið stundaðar pyntingar á föngum. Það kann einmitt að vera ástæða flutninganna því pyntingar eru bannaðar í Bandaríkjunum. Þannig hafa bandarísk yfirvöld getað flogið með grunaða hryðjuverkamenn til Líbíu þar sem þeir njóta mun minni réttinda.
Samvinna vestrænna leyniþjónusta við líbísk stjórnvöld er enginn nýr sannleikur. Eftir a Líbía hætti framleiðslu á ólöglegum vopnum árið 2004 jókst samvinna Gaddafis við Vesturveldin. Hins vegar leiða umrædd gögn það í ljós að samvinnan var mun umfangsmeiri en almennt er talið.
Skjölin gefa m.a. vísbendingar um að breska leyniþjónustan hafi rakið símtöl fyrir líbíska ráðamenn.
CIA og MI-6 neita þessum ásökunum. New York Times greinir frá þessu.