Náin samskipti við CIA og MI-6

00:00
00:00

Leyniþjón­ust­ur Banda­ríkj­anna og Bret­lands, CIA og MI-6, hafa átt í nán­um sam­skipt­um við leyniþjón­ustu Líb­íu síðustu ár. Gögn sem fund­ust á skrif­stofu fyrr­ver­andi yf­ir­manns líb­ísku leyniþjón­ust­unn­ar benda til þessa.

Hátt sett­ir emb­ætt­is­menn í stjórn Gaddafis hafa flest­ir flúið. Op­in­ber­ar stofn­an­ir standa því víða opn­ar og óvarðar. Það voru blaðamenn og starfs­menn mann­rétt­inda­sam­taka sem komust í um­rædd gögn leyniþjón­ustu Líb­íu.

Margt bend­ir nú til þess að Banda­ríkja­menn hafi sent í það minnsta átta grunaða hryðju­verka­menn til yf­ir­heyrslu í Líb­íu þrátt fyr­ir að þar hafi löng­um verið stundaðar pynt­ing­ar á föng­um. Það kann ein­mitt að vera ástæða flutn­ing­anna því pynt­ing­ar eru bannaðar í Banda­ríkj­un­um. Þannig hafa banda­rísk yf­ir­völd getað flogið með grunaða hryðju­verka­menn til Líb­íu þar sem þeir njóta mun minni rétt­inda.

Sam­vinna vest­rænna leyniþjón­usta við líb­ísk stjórn­völd er eng­inn nýr sann­leik­ur. Eft­ir a Líb­ía hætti fram­leiðslu á ólög­leg­um vopn­um árið 2004 jókst sam­vinna Gaddafis við Vest­ur­veld­in. Hins veg­ar leiða um­rædd gögn það í ljós að sam­vinn­an var mun um­fangs­meiri en al­mennt er talið.

Skjöl­in gefa m.a. vís­bend­ing­ar um að breska leyniþjón­ust­an hafi rakið sím­töl fyr­ir líb­íska ráðamenn.

CIA og MI-6 neita þess­um ásök­un­um. New York Times grein­ir frá þessu.

Margt bendir til þess að samband Líbíu við Vesturveldin hafi …
Margt bend­ir til þess að sam­band Líb­íu við Vest­ur­veld­in hafi verið nán­ara en marg­ir héldu. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert