Fjöldi fólks hefur í dag mótmælt göngu hægri öfgamanna í London, en göngumenn ætluð að fara í gegnum Tower Hamlet-hverfið þar sem margir múslimar búa. Þeir sem mótmæla göngunni halda á spjöldum með myndum af norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik og Tommy Robinson leiðtoga EDL.
English Defence League (EDL), sem eru samtök hægri öfgamanna, höfðu í dag skipulagt göngu í gegnum hverfi múslima. Lögregla hefur bannað göngumönnum að fara í gegnum hverfið, en þeir segjast ekki ætla að ætla að fara eftir þessum fyrirmælum.
Stór hópur fólks hefur safnast saman til að mótmæla göngunni. Fólkið heldur á spjöldum með myndum af Anders Behring Breivik og Tommy Robinson leiðtoga EDL. Fyrir ofan myndirnar stendur „Ólík andlit en sama hatrið“.
Lögregla er með fjölmennt lið og reynir að koma í veg fyrir að átök brjótist út.