Um fimmtíu pólskir gyðingar og kristnir báðu saman í Jebwabne í Póllandi í dag, til að mótmæla skemmdarverkum sem framin voru á minnisvarða um gyðinga sem brenndir voru lifandi af nágrönnum sínum í seinni heimsstyrjöldinni.
Skemmdarvargarnir máluðu grænan hakakross á steinminnisvarða í Jebwabne, þar sem á milli 340 og 1.500 pólskir gyðingar voru myrtir af nágrönnum sínum í júlí 1941, sem hvattir voru áfram af nasistum.
Skemmdarvargarnir skrifuðu einnig á minnisvarðann: „Ég harma ekki Jedwabne“ og helltu grænni málningu yfir minningarorð sem rituð voru á hebresku.
Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega fordæmt verknaðinn.