Bandaríkjamenn undirbúa sig undir að minnast þess að 10 ár eru liðin frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á Bandaríkin, 11. september 2001. Fjölmiðlar hafa síðustu daga rætt við þá sem upplifðu árásirnar, aðstandendur þeirra sem létust og birtar hafa verið fleiri myndir af því sem gerðist.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið úr viðvörun um mögulega hættu á nýjum hryðjuverkum 11. september nk.
Nærri 3.000 manns létust í árásunum, auk 19 manna sem stóðu að árásunum. Meðal þeirra 2.753 sem létust í árásinni á tvíburaturnana í New York voru 343 slökkviliðsmenn og 60 lögreglumenn.