Segir þúsund hryðjuverkamenn í landinu

Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, (t.h.) við hlið Angelu Merkel kanslara.
Hans-Peter Friedrich, innanríkisráðherra Þýskalands, (t.h.) við hlið Angelu Merkel kanslara. Reuters

Þýski innanríkisráðherrann, Hans-Peter Friedrich, heldur því fram að um þúsund hugsanlegir íslamskir hryðjuverkamenn gætu búið í Þýskalandi. Þar af segir hann 128 þeirra færa um að gera árásir. Segir ráðherrana mestu hættuna stafa af þeim sem starfa einir þar sem erfiðast sé að finna þá og fylgjast með þeim.

„Við höfum næstum því þúsund manns sem hægt er að lýsa sem hugsanlegum íslömskum hryðjuverkamönnum. Við höfum margar nútímalegar aðferðir til að gæta öryggis og við erum að rannsaka innsta kjarna öfgahreyfinga,“ er haft eftir ráðherranum í dagblaðinu Bild.

Þar af sagði hann 128 vera hættulega og færa um að gera árásir. Af þeim væru um tuttugu sem hefðu fengið þjálfun í búðum hryðjuverkahópa. Fylgst væri með þeim einstaklingum.

Telur Friedrich þó litlar líkur á að árás á borð við þær sem gerðar voru á Tvíburaturnana í New York fyrir rétt tæpum tíu árum gætu endurtekið sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka