Feðgin létust af skotsárum

Karl og kona fund­ust lát­in af skotsár­um í Faxe La­deplads á Suður-Sjálandi í Dan­mörku í dag. Talið er að um fjöl­skyldu­harm­leik sé að ræða, að sögn frétta­vefjar Ekstra Bla­det.

Lög­regl­an hef­ur staðfest að hleypt hafi verið af skot­um og að tvö lík hafi fund­ist í ein­býl­is­hús­inu. Ekstrabla­det.dk hef­ur fregnað að hin látnu séu feðgin sem bjuggu ein í hús­inu. Talið er að faðir­inn hafi myrt dótt­ur sína og svipt sig síðan lífi. Lög­regl­an hef­ur ekki viljað staðfesta það.

Lög­regl­an tók mann á staðnum og var hann klædd­ur í hvít­an sam­fest­ing úr plasti þegar hann var leidd­ur á brott. Bún­ing­ur­inn var til að varðveita erfðaefni og aðrar vís­bend­ing­ar. Stjórn­andi lög­reglu­rann­sókn­ar á vett­vangi neitaði því að maður­inn hafi verið hand­tek­inn.

Vitni kváðust hafa heyrt þrjá skot­hvelli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert