Lönd sem bregðast yfirgefi evru

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands.
Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands.

Evrulönd sem standast ekki eða neita að gangast undir kröfur stöðugleikasáttmála myntbandalagsins í framtíðinni ættu að yfirgefa hið sameiginlega myntsvæði, að mati Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands.

„Ef land vill ekki fara að kröfunum, þá er enginn annar valkostur en að yfirgefa það (evrusvæðið),“ sagði De Jager á blaðamannafundi í Haag í morgun. „Ef þú getur ekki farið að reglum þá verður þú að hætta í leiknum.“

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, fór fram á það í dag að sérstakur framkvæmdastjóri Evrópusambandsins yrði fenginn til að tryggja það að lönd framfylgdu  reglum stöðugleikasáttmálans og geta beitt refsiaðgerðum til að tryggja það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert