Segir Gaddafi hafa selt gullforða

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi. MAX ROSSI

Muammar Gaddafi seldi yfir fimmtung af gullforða Líbíu, jafnvirði um 1,7 milljarða dollara, á síðustu dögum sínum við völd. Þetta segir Qassem Azzoz, seðlabankastjóri landsins. Þá segir hann heildareignir bankans nema 115 milljörðum dollara en þar af séu 90 milljarðar erlendis.

Ávarp frá Gaddafi birtist á sýrlenskri sjónvarpsstöð í gærkvöldi en þar segir hinn fallni leiðtogi að ekkert sé hæft í því að hann hafi flúið til Níger. Fregnir þess efnis séu lygar og sálfræðihernaður.

Þá hét hann því að bera sigurorð af hersveitum NATO og uppreisnarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert