Aðgerðasinnar handteknir í Tékklandi

Ungverskir sígaunar hafa einnig orðið fyrir árásum öfgahópa
Ungverskir sígaunar hafa einnig orðið fyrir árásum öfgahópa Reuters

Nokkur hundruð liðsmenn DSSS, stjórnmálaafls öfga-hægrimanna, komu saman í þremur borgum í Tékklandi í dag til þess að mótmæla veru sígauna í landinu. Telja þeir að aukin glæpatíðni í landinu sé sígaunum að kenna. Var 21 aðgerðarsinni handtekinn af lögreglu.

Tveir hinna handteknu voru klæddir fatnaði merktum nasistaflokknum, að sögn talsmanns lögreglunnar.

Í borginni Varnsdorf sprautaði lögregla vatni á mótmælendur til þess að koma í veg fyrir að þeir réðust til atlögu gegn sígaunabyggð í borginni. Aðgerðasinnarnir köstuðu grjóti, flöskum og skutu flugeldum að lögreglu. 

Samkvæt fréttum tékkneskra miðla hafa kaupsýslumenn séð sér hag í því að kaupa ónýt hús og fá sígauna til þess að flytja inn í þau gegn því að fá bætur úr félagslega kerfinu. Þetta hefur þýtt að sígaunum hefur fjölgað mjög í hluta landsins og hefur skapast aukin spenna í samskiptum íbúa á svæðinu og hinna aðfluttu sígauna. Talið er að á milli 250 og 300 þúsund sígaunar séu búsettir í Tékklandi en alls búa 10,5 milljónir manna í landinu. Um 60% sígaunanna eru án atvinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert