38 ár frá valdaráninu í Síle

Átök í Santiago. Óeirðalögreglumaður liggur meiddur og fólk reynir að …
Átök í Santiago. Óeirðalögreglumaður liggur meiddur og fólk reynir að koma honum til aðstoðar. Reuters

Síle-búar minntust þess í dag að 38 ár eru liðin frá valdaráni hersins sem leiddi til þess að Augusto Pinochet varð einræðisherra. Í einræðistíð Pinochet, frá 1973-1990, létust eða hurfu a.m.k. þrjú þúsund manns vegna pólitískra ofsókna. Pinochet lést árið 2006.

Þúsundir manna komu saman í miðborg Santiago, höfuðborgar Síle, minntust ættingja og vina sem ýmist hurfu eða voru myrtir í einræðistíð Pinochet og gengu að minnisvarða um hina föllnu. Öryggisgæsla var við forsetahöllina, La Moneda, en hópur hettuklæddra manna veittist að lögreglumönnum þar, henti í þá prikum og steinum og kveikti í dekkjum og öðrum hlutum. Þá var ráðist á blaðamenn og ljósmyndara á staðnum en lögregla beitti öflugum vatnsdælum á óeirðaseggina. Í fyrra brutust einnig út óeirðir í Santiago á þessum degi.

Lögreglan í Santiago er með mikinn viðbúnað þar sem hún býst við frekari ólátum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert