Sex þagnarstundir í dag

Barack Obama forseti Bandaríkjanna les nöfn þeirra sem létust í …
Barack Obama forseti Bandaríkjanna les nöfn þeirra sem létust í hryðjuverkaárásunum þann 11. september 2011. Reuters

New York-búar sameinuðust í þögninni í dag er þeir minntust þess að tíu ár voru liðin frá því að fyrsta flugvél hryðjuverkamannanna lenti á Tvíburaturnunum í New York.

Alls verða sex þagnarstundir haldnar í dag; ein fyrir hverja flugvél sem brotlenti, en tvær lentu á Tvíburaturnunum, ein á Pentagon og síðan brotlenti flugvél í flugi 93 í Pennsylvaniu.

Síðan verður þess minnst þegar turnarnir féllu hvor fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert