Sjö milljarðar Íslendinga í Noregi

mynd/norden.org

Íslend­ing­um í Nor­egi hef­ur fjölgað um meira en 60% frá ár­inu 2009 og nú eru þeir meira en 6.000 tals­ins. Ástæða er til þess að hafa af þessu áhyggj­ur, fari fram sem horf­ir verða þeir sjö millj­arðar árið 2068, seg­ir í frétt á vefsíðu norska dag­blaðsins Mor­genbla­det.

Þar seg­ir að umræðan um inn­rás mús­líma í Evr­ópu hafi fengið mikið rými, en að það þurfi að ræða það hvaða vanda­mál þessi fjölg­un Íslend­inga í Nor­egi geti haft í för með sér. Því er spáð, að muni Íslend­ing­um í land­inu halda áfram að fjölga að sama skapi, verði fjöldi þeirra tæp­lega 65.000 árið 2021. Haldi þessi þróun áfram verður yfir ein millj­ón Íslend­inga í Nor­egi árið 2030 og 72 millj­ón­ir árið 2051, seg­ir í grein­inni sem reynd­ar er skrifuð í nokkuð gam­an­söm­um tóni.

Í grein­inni er spurt: „Hef­ur ein­hver spurt Norðmenn um hvort þeir vilji alla þessa Íslend­inga inn í landið?“

Vísað er til þess að nokkuð rúm­ar regl­ur séu um bú­ferla­flutn­ing Norður­landa­búa á milli Norður­land­anna og að Íslend­ing­ar eigi til­tölu­lega hægt um vik að flytja til Nor­egs. Því er haldið fram að meiri­hluti þeirra Íslend­inga sem hafi flutt til Nor­egs á und­an­förn­um árum séu „efna­hags­leg­ir lukk­uridd­ar­ar“ í at­vinnu­leit.

Í grein­inni er ef­ast um að Íslend­ing­ar beri vin­ar­hug til Norðmanna og sam­skipti land­anna frá tí­undu öld rifjuð upp, meðal ann­ars hat­ur Íslend­inga á Nor­egs­kon­ung­um.

„Menn­ing og siðir Íslend­inga eru blóðugir og of­beldi hef­ur verið meg­inaðferð lands­manna til að leysa úr mál­um,“ seg­ir í grein­inni og bent er á að nú sé skyr selt í norsk­um mat­vöru­versl­un­um og að þannig séu Íslend­ing­ar að þvinga „mat­ar­venj­um miðalda“ upp á granda­lausa Norðmenn.

Grein­inni lýk­ur á þeim varnaðarorðum að verði ekk­ert að gert verði sjö millj­arðar Íslend­inga bú­sett­ir í Nor­egi árið 2068.

Grein Mor­genbla­det

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert