Breskir bankar stokkaðir upp

Breska bankakerfið verður stokkað upp.
Breska bankakerfið verður stokkað upp. Reuters

Lagt er til í skýrslu starfshóps sem falið var að endurskoða breska bankakerfið að stigin verði skref í að skilja á milli venjulegrar starfsemi og fjárfestingarstarfsemi þannig að ekki þurfi að koma til kostnaðarsamra björgunaraðgerða með reglubundnu millibili.

Breska dagblaðið Guardian segir frá þessu á vef sínum en þar kemur fram að markmiðið sé meðal annars að treysta eiginfjárstöðu banka og tryggja að þeir geti vel sinnt því hlutverki að ávaxta og lána fé til breskra viðskiptavina sinna.

Er talið að breytingarnar muni hafa mest áhrif á Barclays-bankann og Royal Bank of Scotland en sá síðarnefndi var ríkisvæddur í lausafjárkreppunni.

Sir John Vickers fór fyrir gerð skýrslunnar sem má nálgast hér. Segir Guardian að tillögur hans gangi ekki jafn langt og Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands, lagði til þegar hann var í stjórnarandstöðu. Er sá munur ekki tíundaður frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert