Halvorsen hættir sem formaður

Kristin Halvorsen á kosningavöku Sósíalíska vinstriflokksins í kvöld.
Kristin Halvorsen á kosningavöku Sósíalíska vinstriflokksins í kvöld.

Kristin Halvorsen, formaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi og ráðherra í ríkisstjórn landsins, hefur tilkynnt að hún gefi ekki kost á sér til endurkjörs í formannskjöri á næsta ári. Flokkurinn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum í dag.

SV mun því ganga til þingkosninganna 2013 með nýrri forystu.

Á vef norska ríkisútvarpsins kemur fram að Halvorsen viðurkenndi slaka útkomu flokksins í ræðu á kosningavöku flokksins í kvöld. Hún tók þó fram að hún hefði fyrir löngu ákveðið að láta af forystu fyrir næstu þingkosningar.

Halvorsen hefur verið formaður SV í tæp 15 ár. Hún var fjármálaráðherra 2005 til 2009 og er ráðherra þekkingarmála í núverandi ríkisstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka