Pistill sem hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn, Paul Krugman, ritar í New York Times í gær hefur vakið reiði meðal sumra, meðal annars Donalds Rumsfelds, fyrrum varnarmálaráðherra, sem sagði upp áskrift að blaðinu eftir að hafa lesið pistilinn.
Pistill Krumans birtist á vef NYT í gær og þar segir hann að íhaldsmenn hafi notfært sér 11. september og þær hörmungar sem tengjast hryðjuverkunum á Bandaríkin um árabil.
Segir hann að falskar hetjur eins og Bernie Kerik, Rudy Giuliani og George W. Bush hafi nýtt sér hörmungarnar í eigin þágu.
Pistill Krugmans fór fyrir brjóstið á mörgum enda harðorður en hægt er að lesa pistilinn hér