Vara við geislavirkni

Kjarnorkuúrgangur. Úr myndasafni.
Kjarnorkuúrgangur. Úr myndasafni. Reuters

Einn lést og nokkrir slösuðust þegar eldur kviknaði í geymslu fyrir kjarnorkuúrgang í Marcoule Gard-kjarnorkuverinu í Frakklandi í dag. Varað var við mögulegri geislun frá verinu, að sögn Le Monde. Nýjustu fréttir benda hins vegar til að ekki þurfi að óttast geislavirkni frá verinu.

Mun einn hinna slösuðu hafa verið fluttur á neyðarmóttöku í Montpellier.

Frétt Le Monde byggðist á fréttaskeyti frá AFP. Á vef breska útvarpsins, BBC, kemur hins vegar fram að hætta sé á geislamengun frá verinu og er það byggt á frönskum fjölmiðlum.

Munu tildrög slyssins þau að eldur kviknaði í geymslu fyrir kjarnorkuúrgang í verinu.

Kjarnorkuverið í Marcoule er staðsett í héraðinu Langedoc Roussillon í Suður-Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert