Fátækt fer vaxandi í Bandaríkjunum

Hlutfallslega flestir eru undir fátækramörkum í Mississippi.
Hlutfallslega flestir eru undir fátækramörkum í Mississippi.

Fátækt hefur farið vaxandi í Bandaríkjunum síðustu ár og er nú svo komið, að 15,1% þjóðarinnar, eða um 46,2 milljónir manna, eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Þetta hlutfall var 14,3% árið 2009.

Fátæktarmörk í Bandaríkjunum miðast við 22.314 dala árstekjur hjá fjögurra manna fjölskyldu, jafnvirði rúmlega 2,6 milljóna króna.

Þetta kemur fram í ársskýrslu bandarísku manntalsskrifstofunnar fyrir síðasta ár. Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn verið undir fátæktarmörkum frá því byrjað var að taka þessar tölur saman árið 1959. Þá hefur hlutfall fátækra ekki verið hærra frá árinu 1993. 

Flestir eru undir fátæktarmörkum í Mississippi, eða 22,7% íbúa þar. Síðan koma ríkin Louisiana, District of Columbia, Georgía, Nýja-Mexíkó og Arizona. Hlutfallslega fæstir eru í New Hampshire, 6,6%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert