Fórnarlömb kynferðisofbeldis presta kaþólsku kirkjunnar hafa farið með mál sitt fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Krefjast þau rannsóknar á þætti páfans og kardínála fyrir hugsanlega glæpi gegn mannkyninu með því að halda verndarhendi yfir prestum sem hafa framið kynferðisbrot.
Heldur hópur fórnarlamba því fram að kaþólska kirkjan hafi lengi haldið við kerfisbundnu kynferðisofbeldi þrátt fyrir loforð um að uppræta brotamenn innan sinna raða. Líkurnar á að dómstólinn hefji rannsókn eru þó afar takmarkaðar. Saksóknari dómstólsins hefur fengið nærri því níu þúsund beiðnir um rannsóknir frá árinu 2002 þegar dómstóllinn var stofnaður. Hefur hann aldrei hafið rannsókn sem byggist aðeins á slíkri beiðni.