Bannað að biðja til Guðs

Eiffel-turninn í París.
Eiffel-turninn í París. Reuters

Frá og með deginum í dag verður óheimilt að biðja til Guðs á almannafæri í heimsborginni París. Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Guéant, boðar að bannið kunni síðar að vera útvíkkað til fleiri staða og er þá einkum horft til borganna Nice og Marseilles við Miðjarðarhafið.

Ráðherrann ræddi málið í samtali við dagblaðið Le Figaro og benti við það tilefni á að bænahald á opinberum vettvangi færi fyrir brjóstið á mörgum Frökkum.

Tryggja þyrfti að bænahaldi og annarri trúariðkun yrði haldið frá opinberum stöðum í Frakklandi.

Segir ráðherrann að helstu leiðtogar múslíma í Frakklandi hafi samþykkt bannið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert