Chávez í lyfjameðferð

Hugo Chávez, forseti Venesúela.
Hugo Chávez, forseti Venesúela. Reuters

Hugo Chávez, forseti Venesúela, gengst að líkindum undir fjórðu lyfjameðferð sína gegn krabbameini á sunnudag. Segist hann vongóður um að þetta verði síðasta meðferðin áður en hann nái fullum bata. Æxli var fjarlægt úr Chávez í Havana á Kúbu í júní.

Lítið hefur verið gefið upp um hvers kyns æxli hrjáði forsetann eða um líðan hans almennt. Chávez er 57 ára gamall og segist sjálfur laus við æxlið. Fyrstu tveir hlutar lyfjameðferðarinnar fóru fram á Kúbu en sá þriðji fór fram á hersjúkrahúsi í Venesúela í byrjun þessa mánaðar.

Segist Chávez þess fullviss að hann verði tilbúinn til þess að taka á móti leiðtogum Rómönsku Ameríku og ríkja í Karíbahafi á fundi þeirra í Caracas í byrjun desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert