Verði myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku í samræmi við yfirlýsingar Helle Thorning-Schmidt, væntanlegs forsætisráðherra, verða konur í forsvari fyrir þrjá af fjórum stjórnarflokkum.
Auk Thorning-Schmidt, sem leiðir Jafnaðarmenn eru Radikale Venstre og Enhedslisten undir kvenkyns forystu.
Margrethe Vestager leiðir Redikale og líkt og Helle er hún rúmlega fertug og er menntaður stjórnmálafræðingur.
Vestager kom inn á þing árið 2001 og hefur því setið lengur á þingi en Thorning-Schmidt, sem hefur verið þingmaður frá árinu 2005.
Radikale Venstre unnu stórsigur í kosningunum í gær og tvöfölduðu næstum þingmannafjölda sinn.
Enhedlisten er undir forystu Johanne Schmidt-Nielsen, sem er menntuð í félagsvísindum. Hún er 27 ára fædd árið 1984 og hefur verið á þingi frá 2007.