Níger framselur ekki son Gaddafis

Saadi Gaddafi.
Saadi Gaddafi. mbl.is

Ríkisstjórnin í Níger segist ekki ætla að framselja Saadi Gaddafi, son Múammars, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, aftur til heimalands síns. Flúði hann til Níger eftir að Gaddafi var steypt af stóli.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í dag að Níger gæti ekki sent manneskju til baka til lands þar sem hún ætti enga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum og ætti á hættu að verða dæmd til dauða.

„Á hinn bóginn, ef þessi herramaður eða nokkur önnur manneskja er eftirlýst af sjálfstæðum dómstóli sem hefur almenna lögsögu yfir þeim glæpum sem hann er eftirlýstur fyrir, þá mun Níger gera skyldu sína,“ sagði talsmaðurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert