Of gömul til að halda barninu

Myndin er úr myndasafni.
Myndin er úr myndasafni. Ásdís Ásgeirsdóttir

Dómstóll í Torino á Ítalíu hefur úrskurðað að foreldrar hinnar 18 mánaða Violu séu of gamlir til að ala hana upp og hefur lagt til að hún verði ættleidd.

Foreldrarnir eru 57 og 70 ára og getnaður Violu fór fram með aðstoð læknavísindanna. Þau höfðu ítrekað sótt um að fá að ættleiða barn, en var hafnað á grundvelli aldursins.

Í úrskurði dómaranna segir að foreldrarnir hafi greinilega aldrei leitt hugann að því að Viola yrði munaðarlaus á unga aldri, en áður en til þess kæmi yrði hún að hugsa um aldraða foreldra sína. „Barnið er ávöxtur rangrar notkunar á þeim endalausu möguleikum sem frjóvgunartæknin býður upp á,“ sögðu þeir.

Það hafði veruleg áhrif á niðurstöðu dómaranna að foreldrarnir eiga í erfiðleikum með að annast barnið og hefur verið tilkynnt um umönnun þeirra til félagsmálayfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert