Eignaupptaka er mikilvægt tæki til þess að berjast gegn glæpastarfsemi. Beinir evrópska lögreglustofnunin Europol nú sjónum sínum að óútskýrðum auði og gljálífi glæpamanna sem gefi oft sterkar vísbendingar um glæpastarfsemi.
Þetta er á meðal þess sem rætt var á ráðstefnu stofnunarinnar og samtaka sérfræðinga um eignaupptöku í Sofíu í Búlgaríu sem lauk í dag. Kom þar fram að nú sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að bæði lögregla og dómstólar sé fær um að taka fyrir óútskýrð auðæfi með ýmsum leiðum. Þar ber helst að lög séu uppfærð og að samvinna á milli ólíkra stofnanna sé góð í rannsókn slíkra mála.
Leggur eignadeild Europol nú áherslu á að leit og upptaka á eignum sem eru tilkomnar með glæpastarfsemi verði hluti af almennri löggæslu í Evrópu.