„Sigri fylgja skyldur“

Helle Thorning-Schmidt fagnar sigri á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins í gærkvöldi.
Helle Thorning-Schmidt fagnar sigri á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins í gærkvöldi.

Sig­ur Helle Thorn­ing-Schmidt í dönsku þing­kosn­ing­un­um í gær var sögu­leg­ur. En rit­stjór­ar dönsku dag­blaðanna telja að róður­inn verði þung­ur fyr­ir þenn­an fyrsta kven­kyns for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur.

Þetta kem­ur fram í leiðurum dönsku dag­blaðanna í dag.

Í leiðara Berl­ingske Tider­ne seg­ir að vissu­lega sé um sögu­leg úr­slit að ræða, ekki  síst vegna þess að nú muni Sósíal­íski þjóðarflokk­ur­inn eiga sæti í rík­is­stjórn í fyrsta skipti, en Thorn­ing-Schmidt lýsti því yfir í gær að hún vildi einnig að Radikale Ven­stre og En­heds­listen myndu eiga aðild að stjórn­inni.

Leiðara­höf­und­ur tel­ur að stjórn­ar­inn­ar bíði erfitt verk­efni, því að hug­mynd­ir henn­ar um efna­hags­mál bjóði ekki upp á skýr­ar lausn­ir um hvernig tryggja eigi vel­ferðar­kerfið í framtíðinni.

Í leiðara Politiken seg­ir að sigr­in­um fylgi mikl­ar skyld­ur. „Nú ligg­ur það fyr­ir að niður­stöðurn­ar eru ný rík­is­stjórn Jafnaðarmanna, Radikale og Sósíal­íska þjóðarflokks­ins,“ skrif­ar leiðara­höf­und­ur. Fyr­ir henni ligg­ur að end­ur­vekja drif­kraft og trú á fram­far­ir í land­inu.“

Jyl­l­ands-Posten skrif­ar að Helle Thorn­ing-Schmidt hafi sann­ar­lega unnið sig­ur, en að „hún muni vakna upp til veru­leika, þar sem sig­ur­inn geti auðveld­lega snú­ist upp í Pyrrus­ar­sig­ur, sem geti snú­ist í hönd­un­um á henni og orðið að ósigri.

Kristi­lega dag­blaðið skrif­ar að starfsaðstæður Thorn­ing-Schmidt verði erfiðari en margra fyr­ir­renn­ara henn­ar og B.T. seg­ir und­ir fyr­ir­sögn­inni „Helle sig­ur­veg­ari“ að hún verði nú að sýna leiðtoga­hæfni af allra bestu gerð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert