Rússavinir fengu flest atkvæði

Andris Berzins, forseti Lettlands (t.h.), var í hópi fyrstu kjósenda …
Andris Berzins, forseti Lettlands (t.h.), var í hópi fyrstu kjósenda sem mættu á kjörstað í morgun. Reuters

Stjórn­mála­flokk­ur sem hlynnt­ur er Rúss­um, Sam­hljóms­flokk­ur­inn, fékk flest at­kvæði í þing­kosn­ing­um sem fram fóru í Lett­landi í dag og hlaut 28,71% at­kvæða, sam­kvæmt út­göngu­spám.

Sem kunn­ugt er var Eystra­salts­ríkið áður hluti af Sov­ét­ríkj­un­um.

Stjórn­mála­skýrend­ur sögðu ólík­legt að Sam­hljóms­flokk­ur­inn, sem sigraði, fari í sam­starf við End­ur­reisn­ar­flokk Zatlers sem berst gegn spill­ingu. For­ingi hans er Vald­is Zatler, fyrr­ver­andi for­seti, en flokk­ur hans fékk 20,31% at­kvæða sam­kvæmt spá Fréttaþjón­ustu Eystra­salts.

Ein­ing­ar­flokk­ur Vald­is Dom­brovski, sitj­andi for­sæt­is­ráðherra, var í þriðja sæti með 19,16% at­kvæða. Þjóðarbanda­lagið, sem þykir þjóðern­is­sinnað, fékk 16,13% at­kvæða og Banda­lag græn­ingja og bænda var í fjórða sæti með 10,61%.

Ivars Ija­bs, stjórn­mála­fræðing­ur við Há­skóla Lett­lands, taldi lík­leg­ast að mynduð verði þriggja flokka rík­is­stjórn með þátt­töku End­ur­reisn­ar­flokks Zatlers, Ein­ing­ar­flokks­ins og Þjóðarbanda­lags­ins.

Hinn ný­kjörni for­seti Lett­lands, Andriz Berz­ins, var í hópi þeirra fyrstu sem mættu á kjörstað í morg­un. Hann hef­ur sagt að hann muni hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður 28. sept­em­ber næst­kom­andi. Reiknað er með að end­an­leg úr­slit kosn­ing­anna liggi fyr­ir síðdeg­is á morg­un.

Kjósandi veltir fyrir sér valkostum á kjörstað.
Kjós­andi velt­ir fyr­ir sér val­kost­um á kjörstað. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert