Afhendir ekki lyf vegna skulda

Apótek í Grikklandi hafa fengið meira af lyfjum. Myndin tengist …
Apótek í Grikklandi hafa fengið meira af lyfjum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. JOHN GRESS

Svissneski lyfjarisinn Roche hefur staðfest að fyrirtækið sé hætt að afhenda grískum sjúkrahúsum lyf þar sem þau hafi ekki staðið í skilum með skuldir sínar í þrjú til fjögur ár. Segir talsmaður fyrirtækisins að ekki hafi verið hægt að halda áfram viðskiptum við þau að svo komnu máli.

Eftir að fyrirtækið hætti að afhenda lyfin hafa sum sjúkrahús byrjað að borga upp skuldir sínar. Að sögn fyrirtækisins hafa apótek í landinu fengið meiri birgðir af lyfjum en þau standi betur í skilum með skuldir sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert