Sarkozy samþykkti viðskipti við Gaddafi

Nicolas Sarkozy samþykkti sölu á sérbúnum farartækjum til Gaddafis árið …
Nicolas Sarkozy samþykkti sölu á sérbúnum farartækjum til Gaddafis árið 2007 og 2008. Reuters

Franskt fyrirtæki seldi Muammar Gaddafi fjórhjóladrifin farartæki sem voru sérstaklega hönnuð til að verja einræðisherrann á ferðum hans og frönsk stjórnvöld samþykktu söluna. Fréttamiðillinn Mediapart upplýsti um þetta í dag.

Það var fyrirtækið Amesys, dótturfyrirtæki franska tæknifyrirtækisins Bull, sem seldi Gaddafi farartækin. Forsvarsmenn þess viðurkenndu fyrr í þessum mánuði að hafa átt viðskipti við ríkisstjórn hans.

Heldur Mediapart því fram að salan hafi verið samþykkt árið 2007 af Nicolas Sarkozy, sem þá var innanríkisráðherra Frakklands, og Claude Gueant, starfsmannastjóra hans. Farartækin hafi svo verið afhent árið 2008 og þá með samþykki forsetans. Hefur hann neitað að tjá sig um málið í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert