„Siðferðislegur brestur“

00:00
00:00

Það sem gerðist á milli Dom­in­ique Strauss-Kahn og her­berg­isþern­unn­ar í New York var siðferðis­leg­ur brest­ur af hans hálfu og að hann væri ekki stolt­ur af því. Full­yrðir hann í sjón­varps­viðtali að hann hafi hins veg­ar hvorki reynt að nauðga henni né franskri blaðakonu sem einnig hef­ur borið hann þeim sök­um.

Sagðist Strauss-Kahn hafa brugðist bæði trygg­lyndri konu sinni og frönsku þjóðinni. Viður­kenndi hann að hafa gefið upp á bát­inn von­ir sín­ar um að fara í for­setafram­boð.

„Það var ekk­ert of­beldi né þving­un í því sem gerðist, ekk­ert glæp­sam­legt at­hæfi,“ sagði Strauss-Kahn við frétta­kon­una Claire Chazal en hún er vin­kona eig­in­konu fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjór­ans.

Þá neitaði Strauss-Kahn ásök­un­um um að hann hafi reynt að nauðga ungri blaðakonu í Par­ís árið 2003. Sagði hann þá frá­sögn sem komið hefði fram í fjöl­miðlun vera upp­spuna og aðdrótt­an­ir.

Þrátt fyr­ir það sagðist hann aug­ljós­lega ekki geta boðið sig fram til for­seta á næsta ári og sagðist ekki ætla að taka nokk­urn þátt í kapp­ræðum í for­vali sósí­al­ista­flokks­ins fyr­ir þær. Hann ætlaði að taka sinn tíma til þess að íhuga framtíð sína í kjöl­far hneykslis­mál­anna.

Dominique Strauss-Kahn í viðtalinu í frönsku sjónvarpi.
Dom­in­ique Strauss-Kahn í viðtal­inu í frönsku sjón­varpi. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert