AGS lætur Grikki fá það óþvegið

Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti Grikkjum úrslitakosti í dag um að draga úr fjárlagahallanum svo landið geti fengið greitt úr björgunarsjóðum til að koma megi í veg fyrir þjóðargjaldþrot.

Gagnrýnir AGS stjórnvöld í Grikklandi fyrir seinagang og að ekki sé nægjanlega unnið í einkavæðingu og að koma endurbótum af stað.

AGS telur að Grikklandi takist að komast út úr efnahagslægðinni árið 2013 í kjölfar niðurskurðar og skattahækkana. Bob Traa, sem fer fyrir sendinefnd AGS varðandi Grikkland, segir að grípa þurfi til frekari ráðstafana til að koma landinu á réttan kjöl á ný. Einkavæðingaráform gangi of hægt vegna ósamkomulags meðal stjórnmálamanna um hvernig eigi að standa að einkavæðingunni. Ef beðið verði of lengi verði Grikkland gjaldþrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert