Hollenskum túlípönum ekki hleypt inn í Rúmeníu

Rúmensk yfirvöld létu stöðva sex vörubílafarma af hollenskum túlípönum á landamærum Rúmeníu að Ungverjalandi um helgina á þeim forsendum að þeir uppfylltu ekki heilbrigðisreglur. Atburðurinn átti sér stað aðeins sólarhring eftir að hollensk stjórnvöld lýstu því yfir að þau ætluðu að leggjast gegn því að Rúmenum yrði veitt aðild að Schengen-landamærasamstarfinu á næsta fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins.

Í tilkynningu frá rúmenskum yfirvöldum kemur fram að grunur sé um að blómin séu sýkt af hættulegri bakteríu og þeim verði ekki hleypt inn í landið næstu dagana á meðan gerðar verði rannsóknir á þeim.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að Rúmenar hafi á síðasta ári flutt inn hollensk blóm að andvirði 20 milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert