Hollenskum túlípönum ekki hleypt inn í Rúmeníu

Rúm­ensk yf­ir­völd létu stöðva sex vöru­bílafarma af hol­lensk­um túlí­pön­um á landa­mær­um Rúm­en­íu að Ung­verjalandi um helg­ina á þeim for­send­um að þeir upp­fylltu ekki heil­brigðis­regl­ur. At­b­urður­inn átti sér stað aðeins sól­ar­hring eft­ir að hol­lensk stjórn­völd lýstu því yfir að þau ætluðu að leggj­ast gegn því að Rúm­en­um yrði veitt aðild að Schengen-landa­mæra­sam­starf­inu á næsta fundi inn­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í til­kynn­ingu frá rúm­ensk­um yf­ir­völd­um kem­ur fram að grun­ur sé um að blóm­in séu sýkt af hættu­legri bakt­eríu og þeim verði ekki hleypt inn í landið næstu dag­ana á meðan gerðar verði rann­sókn­ir á þeim.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com að Rúm­en­ar hafi á síðasta ári flutt inn hol­lensk blóm að and­virði 20 millj­ón­ir evra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka