Minna ofbeldi í Bandaríkjunum

FBI lögregluskjöldur.
FBI lögregluskjöldur.

Færri ofbeldisglæpir voru framdir í Bandaríkjunum í fyrra en árið áður. Fækkaði þeim um sex prósent og er þetta fjórða árið í röð sem þeim fækkar. Þá fækkaði einnig innbrotum, þjófnaði og öðrum glæpum tengdum eignum um 2,5 prósent og er það áttunda árið í röð sem slíkum brotum fækkar. Kemur þetta fram í nýjum tölum frá bandarísku alríkislögreglunni FBI.

Segir Eric Holder ríkissaksóknari að tölurnar sýni að alríkislögreglunni hefði tekist að ná markmiðum Baracks Obamas forseta um að berjast gegn glæpum. Þá segir hann aukna áherslu hafa verið lagða á að berjast gegn glæpasamtökum.

Áætlað er að um 1,2 milljónir ofbeldisglæpa hafi verið framdir um allt landið í fyrra. Gerir það 403,6 brot á hverja 100 þúsund íbúa. Til ofbeldisglæpa teljast morð, manndráp, nauðganir, rán og grófar líkamsárásir.

Ránum fækkaði mest eða um tíu prósent en þar á eftir komu nauðganir sem fækkaði um fimm prósent. Grófar líkamsárásir voru 62,5 prósent af öllum ofbeldisglæpum sem tilkynntir voru til yfirvalda. Þá kemur fram að skotvopn hafi verið notuð í fleiri en tveimur af hverjum þremur morðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert