Skjóta á mótmælendur í Sanaa

Fjöldi fólks tekur þátt í mótmælunum í Sanaa.
Fjöldi fólks tekur þátt í mótmælunum í Sanaa. Reuters

Fjöldi fólks hefur fallið í átökum í Sanaa, höfuðborg Jemens, í dag og í gær. Að sögn BBC hafa leyniskyttur hliðhollar stjórnvöldum skotið um 20 mótmælendur til bana í dag.

Mótmæli hafa staðið í Jemen síðan í vor, en krafa mótmælenda er að Ali Abdullah Saleh forseti og ríkisstjórn hans fari frá völdum. Fjöldi fólks hefur fallið í þessum mótmælum, en nýjustu átök hafa verið óvenjulega blóðug.

Vitni segja að öryggissveitir lögreglunnar hafi skotið á mótmælendur í Sanaa. BBC segir að 26 hafi fallið í gær og drápin hafi haldið áfram í dag.

Stjórnvöld segja að islamistar beri ábyrgð á mannfallinu og þeir hafi skotið á mótmælendur. BBC segir að á einum stað hafi komið til átaka milli hermanna hliðhollra stjórnvöldum og hermanna sem styðja málstað mótmælenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert