Áfrýjun Troy Davis hafnað

Troy Davis
Troy Davis

Áfrýjunarnefnd í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum hefur hafnað því að þyrma lífi bandaríska fangans Troy Davis. Allt bendir því til að hann verði tekinn af lífi á morgun, en hann hefur verið á dauðadeild í tuttugu ár.

Davis var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt lögregluþjón í borginni Savannah árið 1989. Talið er að um ein milljón manna, víðsvegar um heiminn hafi skrifað undir bænaskjal um að hann verði ekki tekinn af lífi.

Sjö af níu sem vitnuðu um morðið við réttarhöldin yfir Davis árið 1991 hafa dregið vitnisburð sinn til baka eða breytt honum. Davis hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segja stuðningsmenn hans að engin sönnunargögn séu fyrir hendi. Til að mynda hafi morðvopnið aldrei fundist, engin lífsýni bendi til sektar hans né fingraför. Eins hafa vitni komið fram sem segja að annar maður hafi framið morðið en sá bar vitni gegn Davis á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert