Ein efnahagsstjórn líklegri niðurstaða

Reuters

Sex af hverjum tíu þátttakendum í nýrri könnun breska fjárfestingabankans Barcleys Capital á meðal leiðandi fjárfesta í heiminum telja að efnahagshremmingar evrusvæðisins muni fremur leiða til einnar efnahagsstjórnar evruríkjanna en þess að svæðið liðist í sundur.

Um fjórðungur, eða 24%, telur á hinn bóginn að evrusvæðið liðist í sundur í kjölfar efnahagskreppunnar.

Í netkönnun sem breska dagblaðið Daily Telegraph stóð fyrir í morgun á vefsíðu sinni var þessu hins vegar öfugt farið. Þar sögðust yfir 70% þátttakenda telja að niðurstaðan yrði sú að evrusvæðið liðaðist í sundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert