Sænsk stjórnvöld ætla að auka framkvæmdir á vegum hins opinbera og lækka virðisaukaskattinn í Svíþjóð til þess að ýta undir hagvöxt í landinu að sögn Anders Borg, fjármálaráðherra Svía.
Er ætlunin að setja andvirði 1,6 milljarða evra í auknar framkvæmdir á næsta ári og þá einkum ýmis stærri verkefni.
Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu í dag. Fram kemur að á sama tíma séu mörg ríki innan Evrópusambandsins þvert á móti að skera niður og hækka skatta.